Electric Ethics Presents: Who Makes the Nazis ?

Electric Ethics Kynnir: –– Rafmagnaða Gjörninga á Bakkus við Tryggvagötu 22. (Naustmegin) –– 2. ágúst (þriðjudagskvöldið) n.k. (22:00 til 00:00).

Tónleikahaldarinn: ,,Rafsiðaboð” (Electric Ethics) –– ber ábyrgð á flestum þeim mest athyglisverðu og vel siðuðu raftónlistarkvöldum –– og tengdum uppákomum sem haldin hafa verið s.l. fjögur ár. Því er von á þrilluðu kveldi –– er óðfluga færist nær!

Þeir listamenn (gjörningarskáld og hljómsveitir) sem koma fram á kvöldinu, hafa markað djúp spor á listar– og tónlistarlífi íslendinga í gegnum árin með frumlegum listflutning.

[Eru] –– Í Dadaískri röð: Epic Rain, Jóhann Eiríksson (úr Reptilicus og Gjöll), Snorri Ásmundsson (gjörningarlistamaður), Arnljótur (Arnljótur Sigurðsson), Inside Bilderberg (Georg Pétur Sveinbjörnsson) og Plasmabell (Bára Kristín).

Aðgangur er ókeypis og sjáumst hress og kát!